Enginn Tsjetsjeni í hópnum 8. september 2004 00:01 Enginn Tsjetsjeni er á meðal þeirra hryðjuverkamanna sem tekist hefur að bera kennsl á, eftir árásina á barnaskólann í Beslan. Þrátt fyrir það segja rússnesk yfirvöld að sjálfsstæðisleiðtogar Tsjetsjena beri ábyrgð á verknaðinum og hafa hótað að leita þá uppi og myrða hvar sem þeir eru í heiminum. Fram er komin myndbandsupptaka sem sýnir hvernig ástandið var í skólanum á meðan á umsátrinu stóð. Svo virðist sem hryðjuverkamennirnir hafi tekið myndirnar sjálfir, hugsanlega með því að nota tökuvél frá fréttamanni sem lést skömmu eftir að ráðist var inn í skólann. Af myndunum má ráða að sprengjur hafa verið tengdar út um allt og jafnvel við gíslana sjálfa. Ljóst er að aðbúnaður gíslanna, barna sem fullorðinna, hefur verið skelfilegur, fólkið situr samþjappað á gólfinu í hitakófi en fær hvorki vott né þurrt. Nú virðist sem hryðjuverkahópurinn hafi safnast saman í skóglendi í nágrenni Beslan morguninn fyrir árásina og þar hafi leiðtogi hópsins myrt einn úr hópnum til að tryggja skilyrðislausa hlýðni hinna sem eftir voru. Síðar um daginn sprengdi hann tvær konur úr hópnum í sama tilgangi enda virðist sem nokkrir mannræningjanna hafi verið á móti því að halda börnum í gíslingu. Varnarmálaráðherra Rússa lýsti því yfir í gær að búið væri að bera kennsl á lík ellefu hryðjuverkamanna af 32 og að í ljós hefði komið að enginn þeirra væri frá Tsjetsjeníu. Svo virðist sem ráðherrann hafi með þessu viljað bera brigður á þær ásakanir að þetta skelfilega hryðjuverk væri afleiðing vonlausrar stefnu Pútínstjórnarinnar í málefnum Tsjetsjeníu. Í dag bregður hins vegar svo við að Pútín hefur heitið ríflega 700 milljónum króna í verðlaun fyrir upplýsingar sem leitt gætu til handtöku tveggja helstu sjálfsstæðissinna Tsjetsjeníu, Shamils Basayevs og Aslans Maskhadovs sem eitt sinn var forseti héraðsins. Að auki hóta rússnesk stjórnvöld að bregðast við að fyrra bragði og ráðast á hryðjuverkamenn hvar sem þá er að finna. Rauði kross Íslands hefur hafið söfnun til stuðnings hjálparstarfi í Beslan. Með því að hringja í síma 907 20 20 renna þúsund krónur til hjálparsamtakanna. Féð sem safnast, verður notað til þess að styðja þá sem lentu í gíslatökunni í Beslan og aðstandendur þeirra, en þeir fá meðal annars áfallahjálp, sjúkraþjálfun og heimahjúkrun. Erlent Fréttir Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Enginn Tsjetsjeni er á meðal þeirra hryðjuverkamanna sem tekist hefur að bera kennsl á, eftir árásina á barnaskólann í Beslan. Þrátt fyrir það segja rússnesk yfirvöld að sjálfsstæðisleiðtogar Tsjetsjena beri ábyrgð á verknaðinum og hafa hótað að leita þá uppi og myrða hvar sem þeir eru í heiminum. Fram er komin myndbandsupptaka sem sýnir hvernig ástandið var í skólanum á meðan á umsátrinu stóð. Svo virðist sem hryðjuverkamennirnir hafi tekið myndirnar sjálfir, hugsanlega með því að nota tökuvél frá fréttamanni sem lést skömmu eftir að ráðist var inn í skólann. Af myndunum má ráða að sprengjur hafa verið tengdar út um allt og jafnvel við gíslana sjálfa. Ljóst er að aðbúnaður gíslanna, barna sem fullorðinna, hefur verið skelfilegur, fólkið situr samþjappað á gólfinu í hitakófi en fær hvorki vott né þurrt. Nú virðist sem hryðjuverkahópurinn hafi safnast saman í skóglendi í nágrenni Beslan morguninn fyrir árásina og þar hafi leiðtogi hópsins myrt einn úr hópnum til að tryggja skilyrðislausa hlýðni hinna sem eftir voru. Síðar um daginn sprengdi hann tvær konur úr hópnum í sama tilgangi enda virðist sem nokkrir mannræningjanna hafi verið á móti því að halda börnum í gíslingu. Varnarmálaráðherra Rússa lýsti því yfir í gær að búið væri að bera kennsl á lík ellefu hryðjuverkamanna af 32 og að í ljós hefði komið að enginn þeirra væri frá Tsjetsjeníu. Svo virðist sem ráðherrann hafi með þessu viljað bera brigður á þær ásakanir að þetta skelfilega hryðjuverk væri afleiðing vonlausrar stefnu Pútínstjórnarinnar í málefnum Tsjetsjeníu. Í dag bregður hins vegar svo við að Pútín hefur heitið ríflega 700 milljónum króna í verðlaun fyrir upplýsingar sem leitt gætu til handtöku tveggja helstu sjálfsstæðissinna Tsjetsjeníu, Shamils Basayevs og Aslans Maskhadovs sem eitt sinn var forseti héraðsins. Að auki hóta rússnesk stjórnvöld að bregðast við að fyrra bragði og ráðast á hryðjuverkamenn hvar sem þá er að finna. Rauði kross Íslands hefur hafið söfnun til stuðnings hjálparstarfi í Beslan. Með því að hringja í síma 907 20 20 renna þúsund krónur til hjálparsamtakanna. Féð sem safnast, verður notað til þess að styðja þá sem lentu í gíslatökunni í Beslan og aðstandendur þeirra, en þeir fá meðal annars áfallahjálp, sjúkraþjálfun og heimahjúkrun.
Erlent Fréttir Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira