Erlent

Hamas hefur rétt á hefndum

Ahmed Qureia, forsætisráðherra Palestínu, sagði að Hamasliðar hafi fullan rétt til að hefna sín fyrir loftárás Ísraelsmanna í fyrradag sem kostaði fjórtán Hamasliða lífið. Qureia hefur verið óvenjugagnrýninn á Ísraela fyrir árásina og þykir yfirlýsing hans um rétt Hamas til hefnda athyglisverð, ekki síst fyrir að hann hefur hingað til haldið vissri fjarlægð frá samtökunum sem staðið hafa að sjálfsmorðsárásum í Ísrael. Qureia deilir enn við Jasser Arafat, forseta Palestínu, um völd sín. Fregnir herma að hann hafi hótað Arafat afsögn á fundi þeirra í fyrradag. Hann hefur áður hótað afsögn en ávallt hætt við eftir viðræður við Arafat.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×