Erlent

Lögbann á framsalið

Bobby Fischer, fyrrum heimsmeistari í skák, hefur fengið samþykkt lögbann á áform japanskra stjórnvalda um að framselja hann til Bandaríkjanna. Japanskur dómstóll úrskurðaði að hann skyldi ekki framseldur fyrr en dómur hefði fallið í málsókn hans gegn stjórnvöldum til að fá framsalsúrskurðinn felldan úr gildi. Lögmenn Fischers fögnuðu úrskurðinum mjög og sögðu hann sigur fyrir skjólstæðing sinn. Þau hvöttu japanska innflytjendaeftirlitið til að áfrýja úrskurðinum ekki. "Ef þeir gera það er ómögulegt annað en að skilja meðferð þeirra á þessum einstaklingi öðruvísi en í pólitísku ljósi," sögðu þeir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×