Erlent

Bretar vilja ekki Bush

Flestir Bretar vilja sjá Bush Bandaríkjaforseta hverfa úr embætti sínu. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var þar í landi. 52 prósent Breta vilja að Kerry verði næsti forseti Bandaríkjanna en minna en þriðjungur styður forsetann. Í heimalandinu er Kerry hins vegar 11 prósentustigum fyrir neðan Bush í skoðanakönnunum eftir flokksþing Repúblikana. Kosningar í Bandaríkjunum verða 2. nóvember.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×