Erlent

Styðja ekki Bush í ár

Svokallaðir Logcabin eða bjálkakofa-repúblíkanar, það er að segja samkynhneigðir repúblíkanar, hafa ákveðið að styðja ekki forsetaframboð George Bush í ár. Hópurinn studdi Bush árið 2000, en talmenn hans segja Bush nú stefna að því að breyta stjórnarskrá Bandaríkjanna þannig að mismunun verði stjórnarskrárbundin. Bush hefur sagst vilja bæta banni gegn hjónaböndum samkynhneigðra inn í stjórnarskránna, og bjálkakofahópurinn getur ekki sætt sig við það. Talið er að um milljón samkynhneigðra hafi greitt Bush atkvæði árið 2000.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×