Erlent

24 létust í Songda fellibylnum

Tuttugu og fjórir týndu lífi þegar fellibylurinn Songda leið yfir norðurhluta Japans. Fimmtán er saknað og um 700 slösuðust. Songda er einhver öflugasti stormur sem gengið hefur yfir Japan í áraraðir, en mikil rigning fylgdi honum. Bylurinn er nú orðinn að hitabeltislægð og á sveimi í kringum Hokkaido, þar sem allt að tuttugu sentimetrum af rigningu er spáð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×