Erlent

Sprengjur rigna yfir Fallujah

Bandarískar orrustuþotur létu sprengjum rigna yfir borgina Fallujah í Írak í nótt, en talsmenn hersins segja yfir hundrað skæruliða hafa fallið þar í gærdag. Mikil andspyrna er við herlið Bandaríkjanna í Fallujah. Einn hermaður féll og einn særðust þegar árás var gerð á bílalest þeirra í Írak í morgun um áttatíu kílómetra norður af Bagdad. Þar með er fjöldi fallinna bandarískra hermanna kominn upp í 2002.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×