Sport

Leikmaður Timberwolves handtekinn

Það er skammt stórra högga á milli utan vallar í NBA-körfuboltanum því Michael Olowokandi, leikmaður Minnesota Timberwolves, var handtekinn í nótt á næturklúbbi í Indianapolis. Olowokandi neitaði að yfirgefa klúbbinn þegar kom að lokun og fundu eigendur staðarins sig knúna til að kalla á lögreglu. Olowokandi lét öllum illum látum þegar lögreglan kom á staðinn og neyddist hún til að beita stuðbyssu í tvígang til að róa kappann niður. Olowokandi er enn staddur í Indianapolis því Timberwolves mætir Indiana Pacers í nótt. Þar á bæ eru menn ennþá að jafna sig eftir úrskurð David Stern, framkvæmdastjóra NBA, sem dæmdi þrjá leikmenn liðsins í 73, 30 og 25 leikja bann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×