Erlent

Fjöldi bænda handteknir

Lögreglan í Zimbabwe hefur handtekið sex hvíta bændur fyrir að neita að yfirgefa búgarða sem ríkisstjórnin hafði tekið eignarnámi, án nokkurra bóta. Tuttugu og fjórir aðrir bændur mega eiga von á að vera handteknir á næstunni. Efnahagur Zimbabwe er í rúst, meðal annars vegna þess að Robert Mugabe, forseti landsins, hefur rekið hundruð hvítra bænda af jörðum sínum og fengið þær í hendur svörtum skæruliðum sem kunna ekkert til verka við að reka búgarða. Mugabe, forseti Zimbabwe, sést hér taka á móti sundkonunni Kirsty Coventry, þreföldum ólympíverðlaunahafa, þegar hún kom heim frá Aþenu í fyrradag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×