Innlent

Dagur verður borgarstjóri

Samkvæmt heimildum hefur verið ákveðið að Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi taki við stöðu borgarstjóra. Þórólfur Árnason víkur úr starfi. Dagur B. Eggertsson er 32 ára læknir. Hann tók 7. sæti á lista Reykjavíkurlistans í síðustu kosningum og var skipaður sem frambjóðandi óháður flokkunum sem að R-listanum standa. Hann var formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands veturinn 1994 - 1995. Hann ritaði ævisögu Steingríms Hermannssonar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×