Al-Kaída segir sigurinn nærri 10. september 2004 00:01 "Ósigur Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan er aðeins tímaspursmál," segir Ayman al-Zawahri, næstráðandi Osama bin Laden í al-Kaída, á myndbandi sem sýnt var á sjónvarpsstöðinni al-Jazeera í gær. "Í báðum löndum eru Bandaríkjamenn á milli tveggja elda. Ef þeir halda áfram að berjast blæðir þeim út og þeir glata öllu," sagði hann. Þetta er þriðja árið í röð sem al-Kaída sendir frá sér upptöku tíunda september, tvö síðustu ár hafa samtökin sent frá sér hljóðupptöku með ávarpi Osama bin Laden. "Skilaboðin breytast ár frá ári en hafa alltaf þann tilgang að sanna tilvist þeirra og getu til að halda áfram starfsemi sinni," sagði Dia´a Rashwan, egypskur sérfræðingur í málefnum íslamskra vígamanna, í samtali við AP-fréttastofuna. Tímasetning upptakanna er heldur engin tilviljun, degi áður en 11. september gefur mörgum tilefni til að minnast hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum fyrir þremur árum. Árásirnar halda áfram að hrella þá sem urðu fyrir þeim. Margir þeirra sem lifðu árásirnar af hittast reglulega. "Umheimurinn og jafnvel íbúar New York hafa jafnað sig eftir áfallið. En við sem lentum í þessu getum talað saman um hvað sem er," er haft eftir Larry Bogacz í tímaritinu Time. Hann var á 82. hæð norðurturnsins þegar árásirnar voru gerðar. Í Time er einnig greint frá rannsókn sem sýnir að íbúar Manhattan segjast nota áfengi, tóbak og maríúana í meira mæli eftir árásirnar en fyrir þær. Það virðist koma í staðinn fyrir ráðgjöf sem fólki stendur til boða án endurgjalds, hana virðast fáir aðrir nýta en þeir sem voru þegar í meðferð áður en árásirnar voru gerðar. Aðstandendur þeirra sem létust glíma enn við ýmis vandamál. Margir eiga erfitt með að vita ekki hvernig ástvinir þeirra létust. "Það mikilvægasta veit ég aldrei. Ég mun aldrei vita hvort hann þjáðist og ég mun aldrei vita hvernig hann lést," sagði Liz Alderman í viðtali við dagblaðið New York Times en hann missti son sinn. Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
"Ósigur Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan er aðeins tímaspursmál," segir Ayman al-Zawahri, næstráðandi Osama bin Laden í al-Kaída, á myndbandi sem sýnt var á sjónvarpsstöðinni al-Jazeera í gær. "Í báðum löndum eru Bandaríkjamenn á milli tveggja elda. Ef þeir halda áfram að berjast blæðir þeim út og þeir glata öllu," sagði hann. Þetta er þriðja árið í röð sem al-Kaída sendir frá sér upptöku tíunda september, tvö síðustu ár hafa samtökin sent frá sér hljóðupptöku með ávarpi Osama bin Laden. "Skilaboðin breytast ár frá ári en hafa alltaf þann tilgang að sanna tilvist þeirra og getu til að halda áfram starfsemi sinni," sagði Dia´a Rashwan, egypskur sérfræðingur í málefnum íslamskra vígamanna, í samtali við AP-fréttastofuna. Tímasetning upptakanna er heldur engin tilviljun, degi áður en 11. september gefur mörgum tilefni til að minnast hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum fyrir þremur árum. Árásirnar halda áfram að hrella þá sem urðu fyrir þeim. Margir þeirra sem lifðu árásirnar af hittast reglulega. "Umheimurinn og jafnvel íbúar New York hafa jafnað sig eftir áfallið. En við sem lentum í þessu getum talað saman um hvað sem er," er haft eftir Larry Bogacz í tímaritinu Time. Hann var á 82. hæð norðurturnsins þegar árásirnar voru gerðar. Í Time er einnig greint frá rannsókn sem sýnir að íbúar Manhattan segjast nota áfengi, tóbak og maríúana í meira mæli eftir árásirnar en fyrir þær. Það virðist koma í staðinn fyrir ráðgjöf sem fólki stendur til boða án endurgjalds, hana virðast fáir aðrir nýta en þeir sem voru þegar í meðferð áður en árásirnar voru gerðar. Aðstandendur þeirra sem létust glíma enn við ýmis vandamál. Margir eiga erfitt með að vita ekki hvernig ástvinir þeirra létust. "Það mikilvægasta veit ég aldrei. Ég mun aldrei vita hvort hann þjáðist og ég mun aldrei vita hvernig hann lést," sagði Liz Alderman í viðtali við dagblaðið New York Times en hann missti son sinn.
Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira