Al-Kaída segir sigurinn nærri 10. september 2004 00:01 "Ósigur Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan er aðeins tímaspursmál," segir Ayman al-Zawahri, næstráðandi Osama bin Laden í al-Kaída, á myndbandi sem sýnt var á sjónvarpsstöðinni al-Jazeera í gær. "Í báðum löndum eru Bandaríkjamenn á milli tveggja elda. Ef þeir halda áfram að berjast blæðir þeim út og þeir glata öllu," sagði hann. Þetta er þriðja árið í röð sem al-Kaída sendir frá sér upptöku tíunda september, tvö síðustu ár hafa samtökin sent frá sér hljóðupptöku með ávarpi Osama bin Laden. "Skilaboðin breytast ár frá ári en hafa alltaf þann tilgang að sanna tilvist þeirra og getu til að halda áfram starfsemi sinni," sagði Dia´a Rashwan, egypskur sérfræðingur í málefnum íslamskra vígamanna, í samtali við AP-fréttastofuna. Tímasetning upptakanna er heldur engin tilviljun, degi áður en 11. september gefur mörgum tilefni til að minnast hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum fyrir þremur árum. Árásirnar halda áfram að hrella þá sem urðu fyrir þeim. Margir þeirra sem lifðu árásirnar af hittast reglulega. "Umheimurinn og jafnvel íbúar New York hafa jafnað sig eftir áfallið. En við sem lentum í þessu getum talað saman um hvað sem er," er haft eftir Larry Bogacz í tímaritinu Time. Hann var á 82. hæð norðurturnsins þegar árásirnar voru gerðar. Í Time er einnig greint frá rannsókn sem sýnir að íbúar Manhattan segjast nota áfengi, tóbak og maríúana í meira mæli eftir árásirnar en fyrir þær. Það virðist koma í staðinn fyrir ráðgjöf sem fólki stendur til boða án endurgjalds, hana virðast fáir aðrir nýta en þeir sem voru þegar í meðferð áður en árásirnar voru gerðar. Aðstandendur þeirra sem létust glíma enn við ýmis vandamál. Margir eiga erfitt með að vita ekki hvernig ástvinir þeirra létust. "Það mikilvægasta veit ég aldrei. Ég mun aldrei vita hvort hann þjáðist og ég mun aldrei vita hvernig hann lést," sagði Liz Alderman í viðtali við dagblaðið New York Times en hann missti son sinn. Erlent Fréttir Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
"Ósigur Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan er aðeins tímaspursmál," segir Ayman al-Zawahri, næstráðandi Osama bin Laden í al-Kaída, á myndbandi sem sýnt var á sjónvarpsstöðinni al-Jazeera í gær. "Í báðum löndum eru Bandaríkjamenn á milli tveggja elda. Ef þeir halda áfram að berjast blæðir þeim út og þeir glata öllu," sagði hann. Þetta er þriðja árið í röð sem al-Kaída sendir frá sér upptöku tíunda september, tvö síðustu ár hafa samtökin sent frá sér hljóðupptöku með ávarpi Osama bin Laden. "Skilaboðin breytast ár frá ári en hafa alltaf þann tilgang að sanna tilvist þeirra og getu til að halda áfram starfsemi sinni," sagði Dia´a Rashwan, egypskur sérfræðingur í málefnum íslamskra vígamanna, í samtali við AP-fréttastofuna. Tímasetning upptakanna er heldur engin tilviljun, degi áður en 11. september gefur mörgum tilefni til að minnast hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum fyrir þremur árum. Árásirnar halda áfram að hrella þá sem urðu fyrir þeim. Margir þeirra sem lifðu árásirnar af hittast reglulega. "Umheimurinn og jafnvel íbúar New York hafa jafnað sig eftir áfallið. En við sem lentum í þessu getum talað saman um hvað sem er," er haft eftir Larry Bogacz í tímaritinu Time. Hann var á 82. hæð norðurturnsins þegar árásirnar voru gerðar. Í Time er einnig greint frá rannsókn sem sýnir að íbúar Manhattan segjast nota áfengi, tóbak og maríúana í meira mæli eftir árásirnar en fyrir þær. Það virðist koma í staðinn fyrir ráðgjöf sem fólki stendur til boða án endurgjalds, hana virðast fáir aðrir nýta en þeir sem voru þegar í meðferð áður en árásirnar voru gerðar. Aðstandendur þeirra sem létust glíma enn við ýmis vandamál. Margir eiga erfitt með að vita ekki hvernig ástvinir þeirra létust. "Það mikilvægasta veit ég aldrei. Ég mun aldrei vita hvort hann þjáðist og ég mun aldrei vita hvernig hann lést," sagði Liz Alderman í viðtali við dagblaðið New York Times en hann missti son sinn.
Erlent Fréttir Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira