Erlent

Bandaríkin munu bíða ósigur

Bandaríkin eru við það að bíða mikinn ósigur í Afganistan og Írak. Þetta segir næstæðsti maður al-Kaída samtakanna, Ayman al-Zawahri, í nýrri myndbandsupptöku sem sjónvarpsstöðin al-Jazeera birti í gær. Zawahri segir ósigurinn tímaspursmál og að Bandaríkjamenn muni aldrei á ný búa við öryggi, haldi stjórnvöld áfram að fremja glæpi á múslímum í Írak, Afganistan og á svæðum Palestínumanna. Zawahri sagði jafnframt að áætlanir væru uppi um að reyna að sundra arabaheiminum og íslömskum löndum, þar á meðal arabíuskaga, Egyptalandi og Súdan - einkum Darfur-héraði. Myndbandið er sent út aðeins tveimur dögum fyrir 11. september og er hermt að með því reyni forysta al-Kaída að safna liði og hvetja fylgismenn sína til dáða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×