Heat vann Lakers 26. desember 2004 00:01 Shaquille O´Neal og félagar hans í Miami Heat höfðu betur gegn Los Angeles Lakers, 104-102, í kvöld í NBA-körfuboltanum. Leiknum hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda í fyrsta sinn sem Kobe Bryant og O´Neal leiða saman hesta sína eftir að leiðir skildu eftir síðasta tímabil. Tvímenningarnir hafa munnhöggvið duglega í hvorn annan í fjölmiðlum upp á síðkastið og því var viðbúið að andrúmsloftið yrði lævi blandið. Kobe Bryant byrjaði leikinn vel og skoraði 15 stig strax á fyrstu 6 mínútum leiksins. Lakers hafði frumkvæðið til að byrja með en gestirnir voru aldrei skammt undan. Staðan í hálfleik var 56-54, Lakers í vil. Jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og var Bryant iðinn við kolann í stigaskoruninni. Dwyane Wade fékk kjörið tækifæri til að gera út um leikinn á lokasekúndum en skot hans geigaði og grípa varð til framlengingar. Þó að O´Neal hafi þurft að yfirgefa völlinn með 6 villur þá náði Heat að knýja fram nauman sigur. Bryant reyndi þriggja stiga skot á lokasekúndunni en það geigaði. Dwyane Wade var besti maður Heat-liðsins, skoraði 29 stig og gaf 10 stoðsendingar. Kobe Bryant var langbestur í liði heimamanna, skoraði 42 stig og gaf 6 stoðsendingar. Shaq var sáttur við sína menn. "Ég kom ekki hingað til að skora 50-60 stig og sýna mig. Ég vildi að liðið mitt ynni og það gekk eftir. Þegar ég fór út af með 6 villur sagði Eddie Jones við mig að hafa engar áhyggjur því að Flash (Eddie Jones) væri mættur," sagði O´Neal. Heat vann þar með sinn 11. leik í röð sem er met í sögu félagsins. Körfubolti Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sjá meira
Shaquille O´Neal og félagar hans í Miami Heat höfðu betur gegn Los Angeles Lakers, 104-102, í kvöld í NBA-körfuboltanum. Leiknum hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda í fyrsta sinn sem Kobe Bryant og O´Neal leiða saman hesta sína eftir að leiðir skildu eftir síðasta tímabil. Tvímenningarnir hafa munnhöggvið duglega í hvorn annan í fjölmiðlum upp á síðkastið og því var viðbúið að andrúmsloftið yrði lævi blandið. Kobe Bryant byrjaði leikinn vel og skoraði 15 stig strax á fyrstu 6 mínútum leiksins. Lakers hafði frumkvæðið til að byrja með en gestirnir voru aldrei skammt undan. Staðan í hálfleik var 56-54, Lakers í vil. Jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og var Bryant iðinn við kolann í stigaskoruninni. Dwyane Wade fékk kjörið tækifæri til að gera út um leikinn á lokasekúndum en skot hans geigaði og grípa varð til framlengingar. Þó að O´Neal hafi þurft að yfirgefa völlinn með 6 villur þá náði Heat að knýja fram nauman sigur. Bryant reyndi þriggja stiga skot á lokasekúndunni en það geigaði. Dwyane Wade var besti maður Heat-liðsins, skoraði 29 stig og gaf 10 stoðsendingar. Kobe Bryant var langbestur í liði heimamanna, skoraði 42 stig og gaf 6 stoðsendingar. Shaq var sáttur við sína menn. "Ég kom ekki hingað til að skora 50-60 stig og sýna mig. Ég vildi að liðið mitt ynni og það gekk eftir. Þegar ég fór út af með 6 villur sagði Eddie Jones við mig að hafa engar áhyggjur því að Flash (Eddie Jones) væri mættur," sagði O´Neal. Heat vann þar með sinn 11. leik í röð sem er met í sögu félagsins.
Körfubolti Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sjá meira