Sport

Má ekki leika heima gegn Newcastle

Enska utandeildarknattspyrnuliðið Yeading, sem mætir úrvalsdeildarliðinu Newcastle í næstu umferð ensku bikarkeppninnar í næsta mánuði, má ekki leika leikinn á heimavelli sínum eins og félagið sóttist eftir. Heimavöllurinn, The Warren, tekur 3.500 áhorfendur og vildi félagið halda leikinn þar eftir að hafa verið synjað að halda hann á St James Park, heimavelli Newcastle. Yeading hefur nú skamman tíma til að finna annan völl fyrir slaginn sem er skiljanlega hvalreki fyrir svona lítið félag. Þeir vellir sem eru innan 32 km radíus frá The Warren eru löglegir skv. regluferð ensku bikarkeppninnar eru heimavellir Queens Park Rangers, Brentford og Wycombe.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×