Innlent

Olíu leitað við Ísland

Norskir og skoskir aðilar hafa stofnað félag til þess að leita að olíu við Ísland. Félagið heitir Geysir Petroleum og segir framkvæmdastjóri þess að um leið og lögum verði breytt á Íslandi verði send umsókn til iðnaðarráðuneytisins um leyfi til olíuleitar. Framkvæmdastjórinn segir að rannsóknargöng sem þeir hafi keypt bendi sterklega til þess að olíu eða gas sé að finna á Jan Mayen hryggnum. Morgunblaðið skýrir frá þessu á netsíðu sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×