Innlent

Athvarf fyrir heimilislausar konur

Athvarf fyrir heimilislausar konur verður formlega opnað í Reykjavík á morgun, 10. desember, á 80 ára afmæli Rauða kross Íslands. Deildir félagsins fagna afmælinu á margvíslegan hátt, sumar með því að hafa opið hús undir yfirskriftinni „Byggjum betra samfélag.“ Athvarfið er rekið af Reykjavíkurdeild Rauða krossins að Eskihlíð 4 og hefur hlotið nafnið „Konukot“. Þar eru rúm fyrir átta konur auk hreinlætis- og þvottaaðstöðu. Talið er að á milli 20 og 40 konur í höfuðborginni séu heimilislausar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×