Innlent

Sækja í náttúruna

"Vel menntaður, vel stæður og hefur fyrst og fremst áhuga á náttúru Íslands." Svona er hinn dæmigerði erlendi sumarferðamaður, eftir því sem fram kemur í sumarkönnun Ferðamálaráðs meðal erlendra gesta. Frá 1997, þegar fyrsta könnunin var gerð, hefur orðið um 80 prósenta fjölgun erlendra gesta. Magnús Oddsson, ferðamálastjóri segir að þrátt fyrir fjölgunina hafi samsetning hópsins breyst sáralítið. Í könnuninni kemur fram að meðalaldur svarenda sem flugu með Iceland Express sé nokkuð yngri en þeirra sem flugu með Flugleiðum. Þá eru tekjur þeirra sem fljúga með Flugleiðum heldur hærri en þeirra sem fljúga með Iceland Express.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×