Sport

Bandaríkin unnu Rússland

Heimsmeistaramót unglingalandsliða í íshokkíi hófst á síðustu helgi þegar Rússland mætti Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn, sem eru núverandi meistarar, sigruðu Rússa, 5-4, og mega þakka markverði sínum, Al Montoya, fyrir afrekið en kappinn varði heil 30 skot í leiknum, þar af 12 í lokaþriðjungnum. Montoya gekk til liðs við New York Rangers í haust en hefur ekki fengið að spreyta sig vegna verkfalls liðseigenda í NHL-deildinni. Íshokkíspekingar spá Kanadamönnum sigri á mótinu og eiga Bandaríkin því í vök að verjast, ætli liðið sér að verja titilinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×