Erlent

Togstreita Tyrkja og ESB

Mikil togstreita er nú milli forsvarsmanna Evrópusambandsins og yfirvalda í Tyrklandi vegna hugmynda um aðild Tyrkja að sambandinu. Tyrkir stefna leynt og ljóst að því að hefja aðildarviðræður á allra næstu árum og forsætisráðherra landsins sagði í gær að Tyrkir uppfylltu nú öll skilyrði til að geta hafið aðildarviðræður. Forsvarsmenn ESB segja hins vegar að Tyrkir verði að endurbæta refsingarlöggjöf í landinu til þess að eiga möguleika á aðild. Nú hefur forsætisráðherra Tyrklands svarað þessu á þann veg að ESB eigi ekki að skipta sér af innanríkismálum Tyrklands og landið geri einfaldlega það sem því sé fyrir bestu. Ljóst er því að einhver bið verður á því að Tyrkir geti hafið aðildarviðræður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×