Hjón spara 40 þúsund ári 18. desember 2004 00:01 Hjón með meðaltekjur í Reykjavík spara sér fjörutíu þúsund króna útsvarsgreiðslur á ári með því að flytja lögheimili sitt yfir á Seltjarnarnes eða í Garðabæ. Þeir Reykvíkingar sem vilja flýja skattana gera þó enn betur með því að flytja á Hvalfjarðarströnd en þannig má lækka útsvarið um 120 þúsund krónur á ári. Reykjavíkurborg, stærsta sveitarfélag landsins, mun frá áramótum leggja hámarksútsvar á þegna sína en slíkt hefur aðeins gerst einu sinni áður frá því núverandi skattkerfi var tekið upp, árið 2002. Þetta verður einnig í annað sinn sem útsvar í Reykjavík verður yfir meðalútsvari á landinu sem þýðir að við skattauppgjör munu íbúar Reykjavíkur ekki fá endurgreiðsu útsvars frá skattinum, eins og oftast hefur verið, heldur fá þeir bakreikning. Útsvarið í Reykjavík verður á næsta ári 13,03% en Kópavogur og Hafnarfjörður völdu einnig hæsta mögulega útsvar. Tvö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær og Seltjarnarnes, verða hins vegar með útsvar í 12,46%. Þetta þýðir það að það getur verið nokkur munur á því hversu háa skatta nágrannar á höfuðborgarsvæðinu eru að greiða. Það getur munað tugum þúsunda á skattgreiðslum þeirra sem búa í blokk sem tilheyrir Seltjarnarnesi eða blokk handan götunnar sem tilheyrir Reykjavík. Nærri lætur að meðalheildartekjur hjóna séu nú um 550 þúsund krónur á mánuði. Í Reykjavík verður útsvar af slíkum tekjum 71.665 krónur á mánuði en í Garðabæ og Seltjarnarnesi 68.530 krónur á mánuði. Þarna munar yfir þrjú þúsund krónum á, eða 37.620 krónum á ári. En það væri hægt að lækka skatta enn meira með því að flytja í eitthvert þeirra fimm sveitarfélaga sem leggja á lágmarksútsvar, eins og Skilmannahrepp. Þannig gætu hjón í Reykjavík á meðallaunum lækkað útsvarið um tæpar tíu þúsund krónur á mánuði eða nærri 120 þúsund krónur á ári. Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Hjón með meðaltekjur í Reykjavík spara sér fjörutíu þúsund króna útsvarsgreiðslur á ári með því að flytja lögheimili sitt yfir á Seltjarnarnes eða í Garðabæ. Þeir Reykvíkingar sem vilja flýja skattana gera þó enn betur með því að flytja á Hvalfjarðarströnd en þannig má lækka útsvarið um 120 þúsund krónur á ári. Reykjavíkurborg, stærsta sveitarfélag landsins, mun frá áramótum leggja hámarksútsvar á þegna sína en slíkt hefur aðeins gerst einu sinni áður frá því núverandi skattkerfi var tekið upp, árið 2002. Þetta verður einnig í annað sinn sem útsvar í Reykjavík verður yfir meðalútsvari á landinu sem þýðir að við skattauppgjör munu íbúar Reykjavíkur ekki fá endurgreiðsu útsvars frá skattinum, eins og oftast hefur verið, heldur fá þeir bakreikning. Útsvarið í Reykjavík verður á næsta ári 13,03% en Kópavogur og Hafnarfjörður völdu einnig hæsta mögulega útsvar. Tvö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær og Seltjarnarnes, verða hins vegar með útsvar í 12,46%. Þetta þýðir það að það getur verið nokkur munur á því hversu háa skatta nágrannar á höfuðborgarsvæðinu eru að greiða. Það getur munað tugum þúsunda á skattgreiðslum þeirra sem búa í blokk sem tilheyrir Seltjarnarnesi eða blokk handan götunnar sem tilheyrir Reykjavík. Nærri lætur að meðalheildartekjur hjóna séu nú um 550 þúsund krónur á mánuði. Í Reykjavík verður útsvar af slíkum tekjum 71.665 krónur á mánuði en í Garðabæ og Seltjarnarnesi 68.530 krónur á mánuði. Þarna munar yfir þrjú þúsund krónum á, eða 37.620 krónum á ári. En það væri hægt að lækka skatta enn meira með því að flytja í eitthvert þeirra fimm sveitarfélaga sem leggja á lágmarksútsvar, eins og Skilmannahrepp. Þannig gætu hjón í Reykjavík á meðallaunum lækkað útsvarið um tæpar tíu þúsund krónur á mánuði eða nærri 120 þúsund krónur á ári.
Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira