Innlent

Höggva eigið tré í Heiðmörk

Skógræktarfélag Reykjavíkur býður félagsmönnum að velja og höggva eigið tré í Heiðmörk í dag. Þar verður haldin jólatrjáahátíð á tjaldsvæðinu í Hjalladal milli klukkan ellefu og þrjú en leyft verður að höggva stafafuru. Grýla mætir ásamt jólasveinunum og boðið verður upp á kakó og smákökur. Þeir sem vilja ganga í félagið og taka þátt í hátíðinni geta skráð sig á staðnum. Færst hefur í vöxt að skógræktarfélög víða um land bjóði einstaklingum og hópum í skógræktarreiti að velja og höggva sitt eigið tré. Mörg skógræktarfélaganna verða með sölu á jólatrjám um þessa helgi og einhver þeirra einnig síðustu dagana fyrir jól.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×