Sport

Baros líklega með gegn Palace

Framherjavandræði Liverpool hafa verið með ólíkindum þetta tímabilið. Fyrst var Michael Owen seldur rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði, þá meiddist Djibril Cissé illa og verður frá út tímabilið. Milan Baros meiddist síðan er Liverpool sigraði Deportivo í Meistaradeildinni á miðvikudaginn fyrir viku, og til að fullkomna vandræðin varð Frakkinn ungi, Florent Sinama Pongolle, að fara meiddur af velli í sigurleiknum gegn Middlesbrough í Deildarbikarnum í vikunni. Nú virðist þó aðeins vera að rofa til og talið er líklegt að Milan Baros nái að hrista af sér sín meiðsli og spili með gegn Crystal Palace á morgun. Spennandi verður að sjá hvort Rafa Benitez gefi hinum markheppna Neil Mellor tækifæri, en hann hefur raðað inn mörkunum með varaliði Liverpool og notaði tækifærið með aðalliðinu vel er það gafst gegn Boro í vikunni og skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri þeirra rauðu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×