Erlent

Vill skaðabætur fyrir heitt kaffi

Rússnesk kona hefur höfðað mál á hendur Hamborgararisanum McDonalds í kjölfar þess að hún brenndi sig á kaffi sem hún keypti í einu af fjölmörgum hamborgaraútibúum fyrirtækisins í Moskvuborg. Konan, sem hlaut fyrsta og annars stigs brunasár á hendi, fer fram á tæpar þúsund krónur vegna lækniskostnaðar og heilar 200 þúsund krónur vegna áfallsins sem brunanum fylgdi. Þessar upphæðir blikkna þó við hliðina á þeim rúmu 30 milljónum sem McDonalds var gert að greiða bandarískri konu sem brenndi sig á kaffi fyrirtækisins áið 1994.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×