Sport

Tanja sigraði svig kvenna

Hin finnska Tanja Poutiainen bar sigur úr býtum á heimsbikarmóti í stórsvigi kvenna sem fram fór í Colorado í Bandaríkjunum aðfaranótt laugardags. Þetta var fyrsti sigur Poutiainen í stórsvigi á ferlinum en hún skaut hinni sænsku Anju Pärsson, sem varð heimsbikarmeistari í stórsvigi á síðasta tímabili og Janicu Kostelic frá Króatíu ref fyrir rass. Poutiainen var 9/100 hlutum úr sekúndu á undan Pärsson en Kostelic má vel við una í þriðja sætinu því hún var að keppa á sínu öðru móti eftir að hafa misst af öllu síðasta keppnistímabili vegna hnémeiðsla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×