Molar helgarinnar 28. nóvember 2004 00:01 Enn berast fréttir af kynþáttafordómum á áhorfendapöllum á Spáni. Meint fórnarlamb í þetta sinn var framherji Barcelona, Kamerúninn Samuel E´too, en hann fékk gusu frá áhangendum Getafe í leik liðanna um helgina. Getafe, merkilegt nokk, er úthverfi í Madrid borg en því fleiri kvartanir sem þaðan berast hljóta að hafa mikil áhrif á umsókn borgarinnar um að fá að halda Ólympíuleikanna árið 2012. Keppnistímabilið í skíðastökki hófst um helgina á ný eftir hlé og kom fátt á óvart. Finnski heimsmeistarinn Janne Ahonen, stökk lengst allra og sigraði með talsverðum yfirburðum báða dagana. Veðrið var ekki upp á það besta, talsvert vindasamt var en engu að síður tókst Finnanum að stökkva 143 metra sem þykir frábært miðað við aðstæður. Skotinn Colin Mcrae er án samnings við bílaframleiðanda fyrir næsta keppnistímabili í rallheiminum en viðræður hans og Skoda fóru út um þúfur í vikunni. Mcrae, sem hefur unnið heimsmeistaratitilinn oftar en einu sinni hér áður, viðurkennir sjálfur að eini möguleiki hans á að endurtaka þá sigurgöngu í dag sé með liði Ford en það eru engin sæti laus eins og sakir standa. Marco Antonio Barrera sigraði landa sinn Erik Morales í þriðja uppgjöri þessara hnefaleikakappa en báðir koma frá Mexíkó og njóta gríðarlegs stuðnings hvor í sínum hluta landsins. Barrera sigraði einmitt síðustu viðureign þeirra fyrir tveimur árum en þá fyrstu vann Morales. Var um spennandi keppni að ræða allar tólf loturnar en allir þrír dómararnir voru sammála um að Barrera hefði haft sigurinn. Nýr Formúlu 1 bíll Toyota verður kynntur til leiks í fyrsta sinn í janúar næstkomandi en miklar breytingar hafa verið gerðar á bílnum en lið Toyota stóð ekki undir væntingum á þessu ári. Engu að síður munu sömu bílstjórar aka fyrir liðið, þeir Jarno Trulli og Ralf Schumacher, þrátt fyrir gagnrýni á báða tvo undanfarin tímabil. Þrátt fyrir að Portúgalinn Luis Figo hafi fallið af stalli guðanna í Barcelona eftir að hann hélt til grænni haga í Madrid ganga um það sögusagnir í borginni að ekki sé útilokað að fá kappann aftur til Barca þegar samningur hans við Real rennur út í vor. Forráðamenn Real hafa lýst yfir að Figo sé á leið út og samningur hans verði ekki endurnýjaður og því geta þau félög sem áhuga hafa fengið hann á frjálsri sölu. Margir geta ekki gleymt að Figo átti sín bestu ár með Barcelona og hefur aldrei sýnt sömu tilþrif með Real en hann gerði á austurströnd Spánar. Hinn argentíski Fernando Redondo hefur loks tilkynnt um að hann sé hættur keppni en alvarleg meiðsli hafa hrjáð kappann síðan hann gekk til liðs við AC Milan frá Real Madrid eftir að hafa leitt Real til meistaratitils árið 2000. Átta leikjum síðar lenti hann í meiðslum sem í raun bundu enda á ferilinn og nú hefur hann loks hent inn hvíta handklæðinu. Annar hluti erfiðustu siglingakeppni veraldar, Global Challenge, er hafinn og er ferðinni heitið frá Buenos Aires í Argentínu og til Wellington á Nýja-Sjálandi eða aðeins rúmlega sex þúsund sjómílur. Skútan Barcley´s Adventurer sigraði áfangann frá Englandi til Argentínu og leiðir eins og er. Kylfingurinn Darren Clarke mun ekki taka þátt í hinu árlega Sun City golfmóti sem fram fer í næstu viku vegna veikinda eiginkonu hans. Mótið í Sun City er haldið að tilstuðlan Nelson Mandela og er ætlað til fjáröflunar og mæta til leiks margir af bestu kylfingum heims. Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Sjá meira
Enn berast fréttir af kynþáttafordómum á áhorfendapöllum á Spáni. Meint fórnarlamb í þetta sinn var framherji Barcelona, Kamerúninn Samuel E´too, en hann fékk gusu frá áhangendum Getafe í leik liðanna um helgina. Getafe, merkilegt nokk, er úthverfi í Madrid borg en því fleiri kvartanir sem þaðan berast hljóta að hafa mikil áhrif á umsókn borgarinnar um að fá að halda Ólympíuleikanna árið 2012. Keppnistímabilið í skíðastökki hófst um helgina á ný eftir hlé og kom fátt á óvart. Finnski heimsmeistarinn Janne Ahonen, stökk lengst allra og sigraði með talsverðum yfirburðum báða dagana. Veðrið var ekki upp á það besta, talsvert vindasamt var en engu að síður tókst Finnanum að stökkva 143 metra sem þykir frábært miðað við aðstæður. Skotinn Colin Mcrae er án samnings við bílaframleiðanda fyrir næsta keppnistímabili í rallheiminum en viðræður hans og Skoda fóru út um þúfur í vikunni. Mcrae, sem hefur unnið heimsmeistaratitilinn oftar en einu sinni hér áður, viðurkennir sjálfur að eini möguleiki hans á að endurtaka þá sigurgöngu í dag sé með liði Ford en það eru engin sæti laus eins og sakir standa. Marco Antonio Barrera sigraði landa sinn Erik Morales í þriðja uppgjöri þessara hnefaleikakappa en báðir koma frá Mexíkó og njóta gríðarlegs stuðnings hvor í sínum hluta landsins. Barrera sigraði einmitt síðustu viðureign þeirra fyrir tveimur árum en þá fyrstu vann Morales. Var um spennandi keppni að ræða allar tólf loturnar en allir þrír dómararnir voru sammála um að Barrera hefði haft sigurinn. Nýr Formúlu 1 bíll Toyota verður kynntur til leiks í fyrsta sinn í janúar næstkomandi en miklar breytingar hafa verið gerðar á bílnum en lið Toyota stóð ekki undir væntingum á þessu ári. Engu að síður munu sömu bílstjórar aka fyrir liðið, þeir Jarno Trulli og Ralf Schumacher, þrátt fyrir gagnrýni á báða tvo undanfarin tímabil. Þrátt fyrir að Portúgalinn Luis Figo hafi fallið af stalli guðanna í Barcelona eftir að hann hélt til grænni haga í Madrid ganga um það sögusagnir í borginni að ekki sé útilokað að fá kappann aftur til Barca þegar samningur hans við Real rennur út í vor. Forráðamenn Real hafa lýst yfir að Figo sé á leið út og samningur hans verði ekki endurnýjaður og því geta þau félög sem áhuga hafa fengið hann á frjálsri sölu. Margir geta ekki gleymt að Figo átti sín bestu ár með Barcelona og hefur aldrei sýnt sömu tilþrif með Real en hann gerði á austurströnd Spánar. Hinn argentíski Fernando Redondo hefur loks tilkynnt um að hann sé hættur keppni en alvarleg meiðsli hafa hrjáð kappann síðan hann gekk til liðs við AC Milan frá Real Madrid eftir að hafa leitt Real til meistaratitils árið 2000. Átta leikjum síðar lenti hann í meiðslum sem í raun bundu enda á ferilinn og nú hefur hann loks hent inn hvíta handklæðinu. Annar hluti erfiðustu siglingakeppni veraldar, Global Challenge, er hafinn og er ferðinni heitið frá Buenos Aires í Argentínu og til Wellington á Nýja-Sjálandi eða aðeins rúmlega sex þúsund sjómílur. Skútan Barcley´s Adventurer sigraði áfangann frá Englandi til Argentínu og leiðir eins og er. Kylfingurinn Darren Clarke mun ekki taka þátt í hinu árlega Sun City golfmóti sem fram fer í næstu viku vegna veikinda eiginkonu hans. Mótið í Sun City er haldið að tilstuðlan Nelson Mandela og er ætlað til fjáröflunar og mæta til leiks margir af bestu kylfingum heims.
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Sjá meira