Sport

Anthony sleppur við ákæru

Carmelo Anthony, framherji Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfuknattleik, verður ekki ákærður fyrir að hafa marijúana í fórum sínum. Saksóknari í Denver, Colorado, ákvað að falla frá ákæru þar sem honum þótt ekki líklegt að Anthony yrði sakfelldur. Vinur Anthony, James Cunningham, hafði viðurkennt að fíkniefnið væri hans eign. "Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið nafnið mitt hreinsað með því að fallið hefur verið frá þessari ákæru", sagði Anthony. "Eins og ég hef sagt áður, var það aldrei ásetningur minn að hafa maríjúana í fórum mínum", bætti kappinn við, sem hefur skorað 21,9 stig að meðaltali í vetur og tekið 6,8 fráköst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×