Sport

Rooney biðst fyrirgefningar

Wayne Rooney hefur beðið Sven-Göran Eriksson, landsliðseinvald Englendinga, afsökunar á hegðun sinni í leik Englendinga og Spánverja í Madrid í gærkvöldi. Rooney lét eins og óður maður og var heppinn að vera ekki rekinn út af áður en Eriksson ákvað að skipta honum af leikvelli. Þegar skiptingin átti sér stað á 42. mínútu henti Rooney sorgarbandi, sem leikmenn Englands léku með í virðingarskyni við fyrrverandi fyrirliða Englands og Liverpool, Emlyn Hughes, í jörðina og sýndi þannig mikla óvirðingu. Rooney neitað einnig að taka í hönd Alans Smith, liðsfélaga síns hjá Manchester United, sem beið á hliðarlínunni eftir að koma inn á fyrir Rooney. Eriksson átti langt samtal við Rooney í flugvélinni á leið heim til Englands eftir leikinn og skýrði Rooney frá því að svona hegðun yrði ekki liðin í framtíðinni. "Hann (Rooney) er ungur og er ennþá að læra. Hann var miður sín í búningsherberginu eftir leikinn og bað bæði mig og Alan Smith afsökunar", sagði Eriksson. Rooney á ennþá eftir að biðja fjölskyldu Emlyn Hughes afsökunar opinberlega og ólíklegt verður að teljast að fólk í Liverpool, og þá sérstaklega stuðningsmenn hinn rauðklæddu, fyrirgefi kappanum fyrr.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×