Velgengnin kostar sitt 5. nóvember 2004 00:01 Góðum árangri fylgja oft vandamál. Það fær kylfingurinn Ólöf María Jónsdóttir að reyna en hún varð fyrir því "óláni" að verða fyrsti íslenski kylfingurinn til að tryggja sér þátttökurétt á evrópsku mótaröðinni í golfi á miðvikudaginn með frábærri spilamennsku á lokaúrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina á Ítalíu. Ljóst er að þátttaka Ólafar Maríu á evrópsku mótaröðinni verður gífurlega kostnaðarsöm og sagði hún í samtali við Fréttablaðið í gær að varlega áætlað yrði kostnaðurinn ekki undir tíu milljónum. Mótin á evrópsku mótaröðinni eru leikin úti um allan heim og Ólöf María sagði að kostnaðurinn yrði fljótur að hækka ef hún færi á mót í Ástralíu, Singapúr eða Suður-Afríku. Keppendur á mótaröðinni fá ekki greitt fyrir þátttöku á hverju móti fyrir sig heldur eru peningaverðlaun í boði fyrir þá sem eru í efstu sætunum. Ólöf María sagði að hún liti svo á að hún ætti ágæta möguleika á því að vera í "peningasæti" eins það er kallað, það er sæti sem gefur verðlaunafé, en það væri þó ekki á vísan að róa í þeim efnum. Ólöf María sagðist vonast til að þurfa ekki að steypa sér í skuldir til að láta draum sinn rætast og viðurkenndi að það væri hálf fáránlegt að vera í þeirri stöðu sem hún er í dag. "Við kylfingar höfum ekki notið sömu styrkja og aðrir íþróttamenn í fremstu röð og ég sé það ekki breytast. Ég hef fengið mikla og góða hjálp frá KB banka og Toyota og það samstarf mun halda áfram. Ég þarf hins vegar að finna mér fleiri styrktaraðila og það er mín von að fyrirtæki sjái sér hag í því að styrkja mig. Ég er fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst á evrópsku mótaröðina og á sem slíkur eftir að vekja töluverða athygli. Ég mun byrja að vinna í þessum málum á næstunni og fer yfir þau með mínu fólki," sagði Ólöf María. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að Golfsambandið ætlaði að leggja sitt á vogarskálarnar til að hjálpa Ólöfu Maríu að fjármagna þetta ævintýri. Hann sagði að Ólöf María þyrfti sennilega að komast á meðal þrjátíu efstu á mótaröðinni til að geta lifað á verðlaunafénu en að stefna sambandsins væri að reyna að styðja betur við bakið á atvinnukylfingum þjóðarinnar en gert hefði verið hingað til. Ólöf María hefur ekki mokað peningum úr Afrekssjóði ÍSÍ á undanförnum árum og aðeins fengið 300 þúsund króna styrk árið 2003. Örn Andrésson, formaður sjóðsins, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að árangur Ólafar Maríu væri frábær og hann sæi ekki annað í spilunum en að sjóðurinn myndi styrkja hana á komandi ári. "Umsókn hennar verður skoðuð með jákvæðum augum en ég get ekki sagt hversu hár styrkurinn til hennar verður. Það væri óábyrgt af mér enda á eftir að ræða hennar mál innan stjórnar sjóðsins," sagði Örn. Íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjá meira
Góðum árangri fylgja oft vandamál. Það fær kylfingurinn Ólöf María Jónsdóttir að reyna en hún varð fyrir því "óláni" að verða fyrsti íslenski kylfingurinn til að tryggja sér þátttökurétt á evrópsku mótaröðinni í golfi á miðvikudaginn með frábærri spilamennsku á lokaúrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina á Ítalíu. Ljóst er að þátttaka Ólafar Maríu á evrópsku mótaröðinni verður gífurlega kostnaðarsöm og sagði hún í samtali við Fréttablaðið í gær að varlega áætlað yrði kostnaðurinn ekki undir tíu milljónum. Mótin á evrópsku mótaröðinni eru leikin úti um allan heim og Ólöf María sagði að kostnaðurinn yrði fljótur að hækka ef hún færi á mót í Ástralíu, Singapúr eða Suður-Afríku. Keppendur á mótaröðinni fá ekki greitt fyrir þátttöku á hverju móti fyrir sig heldur eru peningaverðlaun í boði fyrir þá sem eru í efstu sætunum. Ólöf María sagði að hún liti svo á að hún ætti ágæta möguleika á því að vera í "peningasæti" eins það er kallað, það er sæti sem gefur verðlaunafé, en það væri þó ekki á vísan að róa í þeim efnum. Ólöf María sagðist vonast til að þurfa ekki að steypa sér í skuldir til að láta draum sinn rætast og viðurkenndi að það væri hálf fáránlegt að vera í þeirri stöðu sem hún er í dag. "Við kylfingar höfum ekki notið sömu styrkja og aðrir íþróttamenn í fremstu röð og ég sé það ekki breytast. Ég hef fengið mikla og góða hjálp frá KB banka og Toyota og það samstarf mun halda áfram. Ég þarf hins vegar að finna mér fleiri styrktaraðila og það er mín von að fyrirtæki sjái sér hag í því að styrkja mig. Ég er fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst á evrópsku mótaröðina og á sem slíkur eftir að vekja töluverða athygli. Ég mun byrja að vinna í þessum málum á næstunni og fer yfir þau með mínu fólki," sagði Ólöf María. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að Golfsambandið ætlaði að leggja sitt á vogarskálarnar til að hjálpa Ólöfu Maríu að fjármagna þetta ævintýri. Hann sagði að Ólöf María þyrfti sennilega að komast á meðal þrjátíu efstu á mótaröðinni til að geta lifað á verðlaunafénu en að stefna sambandsins væri að reyna að styðja betur við bakið á atvinnukylfingum þjóðarinnar en gert hefði verið hingað til. Ólöf María hefur ekki mokað peningum úr Afrekssjóði ÍSÍ á undanförnum árum og aðeins fengið 300 þúsund króna styrk árið 2003. Örn Andrésson, formaður sjóðsins, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að árangur Ólafar Maríu væri frábær og hann sæi ekki annað í spilunum en að sjóðurinn myndi styrkja hana á komandi ári. "Umsókn hennar verður skoðuð með jákvæðum augum en ég get ekki sagt hversu hár styrkurinn til hennar verður. Það væri óábyrgt af mér enda á eftir að ræða hennar mál innan stjórnar sjóðsins," sagði Örn.
Íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjá meira