Sport

Rooney í þriggja leikja bann

Wayne Rooney hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann sem mun taka gildi þegar í stað, en enska knattspyrnusambandið kærði hann fyrir að slá Tal Ben Haim, leikmann Bolton, í andlitið í leik liðanna á sunnudaginn var. Rooney hafði þar til klukkan 18:00 í dag til að svara ákærunni, en í stað þess að halda uppi sakleysi sínu hefur  Rooney ákveðið að taka banninu. Hann mun því missa af leikjunum gegn Middlesbrough á nýársdag, Tottenham þrem dögum síðar og gegn Exeter City í FA bikarkeppninni þann 8.janúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×