Sport

Stakk vindli í auga samherja

Enska úrvalsdeildarliðið í knattspyrnu, Manchester City, hefur þurft að grípa til ráðstafana og refsa tveimur leikmönnum félagsins fyrir villimannslega hegðun á jólaskemmtun City á dögunum. Annar þeirra er hinn 22 ára gamli Joey Barton sem stakk logandi vindli í auga unglingaliðsmanns félagsins, James Tandy. Tandy slapp þó betur en á horfðist þar sem glóð vindilsins lenti ekki í auganu sjálfu heldur á augnlokinu en Barton var að bregðast við hrekk unglingsins sem var að reyna að kveikja í skyrtu Barton. Báðum leikmönnum verður refsað og herma óstaðfestar fréttir BBC frá því að Barton fái ekki greidd laun í 6 vikur sem nemur 100 þúsund punda sekt. Man City vill þó taka það skýrt fram að báðir leikmenn séu jafnsekir í málinu og mun knattspyrnustjórinn funda með leikmönnunum tveimur og stjórnarmönnum á næstu dögum en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Barton kemur sér í vandræði hjá félaginu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×