Innlent

Kröfur ríkisins um þjóðlendur

Fjármálaráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, hefur afhent óbyggðanefnd kröfur sínar um þjóðlendur á Norðausturlandi, samanber lög um þjóðlendur og ákvörðum marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Á meðal þess sem gerð er krafa til er afrétta milli Jökulsár í Fljótsdal og sýslumarka í austri, syðsta hluta Fljótsdalsheiðar, Jökulsdalsheiðar, Vesturöræfa og Snæfells, auk þess sem á svæðinu milli Jökulsár á Fjöllum og Jökulsár á Brú er gerð krafa til alls lands sunnan línu sem dregin er frá ármótum Jökulsár og Kreppu yfir Bíldufell, Múla og Reykjará.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×