Fischer vill flytjast til Íslands 17. desember 2004 00:01 MYND/Reuters Bobby Fischer vill flytjast til Íslands og japönsk unnusta hans líka, en hún segist ákaflega hrifin af jarðböðum og fiski. Fjölmargar hindranir standa þó í vegi fyrir Fischer og óljóst hvernig hægt er að ryðja þeim úr vegi. Óljóst er hvert næsta skrefið er í máli Fischers sem situr enn í fangelsi í Japan. Í morgun héldu unnusta hans og lögmaður fréttamannafund í Tókýó þar sem þau sögðu hann ákaflega ánægðan með boð Íslendinga og vildi ólmur komast hingað sem fyrst. Bobby Fischer kom Íslandi á kortið, samkvæmt heimasíðu BBC. Þar er þeirri spurningu velt upp af hverju Íslendingar hafi kosið að bjóða ofsóknarbrjáluðum einsetumanni með afar öfgakenndar skoðanir landvistarleyfi. Það sé nánast óskiljanlegt í ljósi þess að það gæti komið við kaunin á Bandaríkjamönnum, sem væru óneitanlega afar öflugir óvinir. Haft er eftir íslenskum stjórnvöldum að boðið sé mannúðaraðgerð. Hins vegar yrði ekki fallið frá málsókn á hendur japönskum stjórnvöldum fyrr en tryggt væri að Fischer kæmist óáreittur hingað til lands. Hann kemst þó að líkindum hvergi fyrr en málsóknin er afgreidd, sem og fyrr en leyst hefur verið úr því hvort og þá hvaða ríkisfang hann hefur. Japanar geta ekki vísað honum úr landi þar sem hann hefur ekki gilt vegabréf. Fischer lítur svo á að hann hafi afsalað sér bandarískum ríkisborgararétti en er sagður eiga eftir að ganga formlega frá pappírum sem því við koma - en það þyrfti hann að gera í bandarísku sendiráði. Í Bandaríkjunum er hann eftirlýstur, sem kunnugt er, og því næsta víst að við komuna í sendiráð yrði hann handtekinn. Það eru fleiri ríki sem hafa mál Fischers til umfjöllunar. Þýsk stjórnvöld kanna hvort hann kunni að hafa rétt á þýsku vegabréfi þar sem afi hans var Þjóðverji. Sjálfur hefur Fischer lýst áhuga sínum á að búa í Sviss og í erlendum fjölmiðlum er því velt upp að Ísland kunni að verða áfangastaður á leið hans eitthvað annað. En erlendir fjölmiðlar velta því líka fyrir sér af hverju Íslendingar tóku upp á því að bjóða Fischer dvalarleyfi. Fréttamaður BBC veltir því upp hvað Íslendingar sjái í ofsóknarbrjáluðum einbúa sem sé helst þekktur fyrir öfgakenndar skoðanir og gyðingahatur. Vitnað er í Pál Stefánsson, ljósmyndara hjá Iceland Review, og sagt að í augum Íslendinga sé Fischer hálfgerður David Beckham. Enn er með öllu óljóst hvort Bandaríkjamenn hyggist krefjast framsals, komi Fischer hingað til lands, en málið er enn til umfjöllunar í Washington þar sem ákvörðun utanríkisráðherra og jólaandinn í ráðuneytinu kom embættismönnum í opna skjöldu. Fréttir Innlent Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Bobby Fischer vill flytjast til Íslands og japönsk unnusta hans líka, en hún segist ákaflega hrifin af jarðböðum og fiski. Fjölmargar hindranir standa þó í vegi fyrir Fischer og óljóst hvernig hægt er að ryðja þeim úr vegi. Óljóst er hvert næsta skrefið er í máli Fischers sem situr enn í fangelsi í Japan. Í morgun héldu unnusta hans og lögmaður fréttamannafund í Tókýó þar sem þau sögðu hann ákaflega ánægðan með boð Íslendinga og vildi ólmur komast hingað sem fyrst. Bobby Fischer kom Íslandi á kortið, samkvæmt heimasíðu BBC. Þar er þeirri spurningu velt upp af hverju Íslendingar hafi kosið að bjóða ofsóknarbrjáluðum einsetumanni með afar öfgakenndar skoðanir landvistarleyfi. Það sé nánast óskiljanlegt í ljósi þess að það gæti komið við kaunin á Bandaríkjamönnum, sem væru óneitanlega afar öflugir óvinir. Haft er eftir íslenskum stjórnvöldum að boðið sé mannúðaraðgerð. Hins vegar yrði ekki fallið frá málsókn á hendur japönskum stjórnvöldum fyrr en tryggt væri að Fischer kæmist óáreittur hingað til lands. Hann kemst þó að líkindum hvergi fyrr en málsóknin er afgreidd, sem og fyrr en leyst hefur verið úr því hvort og þá hvaða ríkisfang hann hefur. Japanar geta ekki vísað honum úr landi þar sem hann hefur ekki gilt vegabréf. Fischer lítur svo á að hann hafi afsalað sér bandarískum ríkisborgararétti en er sagður eiga eftir að ganga formlega frá pappírum sem því við koma - en það þyrfti hann að gera í bandarísku sendiráði. Í Bandaríkjunum er hann eftirlýstur, sem kunnugt er, og því næsta víst að við komuna í sendiráð yrði hann handtekinn. Það eru fleiri ríki sem hafa mál Fischers til umfjöllunar. Þýsk stjórnvöld kanna hvort hann kunni að hafa rétt á þýsku vegabréfi þar sem afi hans var Þjóðverji. Sjálfur hefur Fischer lýst áhuga sínum á að búa í Sviss og í erlendum fjölmiðlum er því velt upp að Ísland kunni að verða áfangastaður á leið hans eitthvað annað. En erlendir fjölmiðlar velta því líka fyrir sér af hverju Íslendingar tóku upp á því að bjóða Fischer dvalarleyfi. Fréttamaður BBC veltir því upp hvað Íslendingar sjái í ofsóknarbrjáluðum einbúa sem sé helst þekktur fyrir öfgakenndar skoðanir og gyðingahatur. Vitnað er í Pál Stefánsson, ljósmyndara hjá Iceland Review, og sagt að í augum Íslendinga sé Fischer hálfgerður David Beckham. Enn er með öllu óljóst hvort Bandaríkjamenn hyggist krefjast framsals, komi Fischer hingað til lands, en málið er enn til umfjöllunar í Washington þar sem ákvörðun utanríkisráðherra og jólaandinn í ráðuneytinu kom embættismönnum í opna skjöldu.
Fréttir Innlent Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira