Innlent

Fischer kom Íslandi á kortið

Bobby Fischer kom Íslandi á kortið, samkvæmt heimasíðu BBC. Þar er þeirri spurningu velt upp af hverju Íslendingar hafi kosið að bjóða ofsóknarbrjáluðum einsetumanni með afar öfgakenndar skoðanir landvistarleyfi. Það sé nánast óskiljanlegt í ljósi þess að það gæti komið við kauninn á Bandaríkjamönnum sem væru óneitanlega afar öflugir óvinir. Haft er eftir íslenskum stjórnvöldum að boðið sé mannúðaraðgerð. Unnusta Fischers og lögmaður héldu fréttamannafund í Tókýó fyrir stundu og greindu meðal annars frá því að ekki yrði fallið frá málsókn á hendur japönskum stjórnvöldum fyrr en tryggt væri að Fischer kæmist óáreittur hingað til lands. Unnustan vill fá að koma með, standi það til boða. Bandaríkjamenn kanna nú hvernig bregðast beri við hugmyndum Íslendinga og hvort rétt sé að fara fram á að hann verði framseldur, en Íslendingar og Bandaríkjamenn hafa með sér framsalssamning.
John Bosnitch, stuðningsmaður Fischers, á blaðamannafundinum í morgun.MYND/AP
Fischer í Júgóslavíu árið 1992.MYND/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×