Innlent

Bætt upp fyrir verkfallið

Fræðsluyfirvöld í Reykjavík og Hafnarfirði hafa lagt fram áætlanir til að bæta grunnskólanemendum tjónið sem hlaust af löngu verkfalli grunnskólakennara. Verkfall grunnskólakennara stóð í átta vikur og því ljóst að áhrif þess eru mikil á skólastarfið, ekki síst hjá nemendum í 10. og síðasta bekkjar grunnskólans. Stefán Jón Hafstein formaður fræðsluráðs Reykjavíkur lagði fram ítarlegar tillögur á fundi fræðsluráðs í gær í því skyni að bæta nemendum upp skaðann. Meðal þess sem á að gera er að bjóða nemendum 10. bekkjar aðstoð í undirbúningi samræmdra prófa og nám í framhaldsskóla og að það framlag geti numið allt að 60 klukkustundum á deild í hverjum skóla. 9. bekkingum verði veitt aðstoð í völdum greinum allt að 20 klukkustundir á hverja deild. Þá verði ákveðnu fjármagni veitt til skólanna til að aðstoða nemendur sem hafa skráð sig til að taka framhaldsskóla-einingar í grunnskólum, endurskipuleggja skólastarf sem og að veita nemendum fyrsta til 8. bekkjar sem þurfa á sérstakri aðstoð aðhalda vegna verkfallsins, þá aðstoð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×