Danir hefja eigin innrás 16. desember 2004 00:01 Danir hafa snúið vörn í sókn og hafið innrás í íslenska efnahagslífið. Danski málningarframleiðandinn Flugger hefur keypt allt hlutafé í Hörpu Sjöfn, sem framvegis verður dótturfélag danska fyrirtækisins og lætur Helgi Magnússon framkvæmdastjóri af störfum. Í fréttatilkynningu vegna kaupanna segir orðrétt: „Gengið hefur verið frá kaupum danska málningarframleiðandans Flügger A/S á öllu hlutafé Hörpu Sjafnar hf. af eignarhaldsfélaginu Hörpu hf. og verður fyrirtækið þar með dótturfélag Flügger á Íslandi. Kaupin eru liður í vexti Flügger á Norðurlöndunum en fyrirtækið starfar nú þegar í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Kaupverð er ekki gefið upp en forsvarsmenn Flügger gera ráð fyrir að heildarkostnaður vegna kaupanna verði á við ársveltu Hörpu Sjafnar. Samhliða kaupunum verður sú breyting að Helgi Magnússon lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Hörpu Sjafnar en verður þess í stað stjórnarformaður félagsins. Nýr framkvæmdastjóri Hörpu Sjafnar verður Holger Søe sem hefur hingað til verið yfirmaður þeirrar deildar hjá Flügger sem hefur séð um viðskipti fyrirtækisins við Ísland, Grænland og Færeyjar. „Flügger hefur mikla trú á möguleikum Hörpu Sjafnar til vaxtar. Fyrirtækin tvö hafa haft með sér traust og náið samstarf í meira en 10 ár. Harpa Sjöfn hefur um árabil selt vörur frá okkur og notar litakerfi Flügger. Með kaupunum munum við styrkja enn frekar stöðu okkar á Norðurlöndunum sem leiðandi fyrirtækis á sviði framleiðslu og sölu á málningarvörum, jafnt til fagmanna og almennings. Við sjáum fyrir okkur góð samlegðaráhrif af kaupunum og þau eru í samræmi við markmið fyrirtækisins um að vöxt á Norðurlöndunum,“ segir Søren P. Olesen, aðstoðarforstjóri Flügger samstæðunnar. „Við lítum svo á að með kaupunum sé lagður traustur grunnur að áframhaldandi uppbyggingu Hörpu Sjafnar og að sterk staða fyrirtækisins á íslenskum málningarmarkaði verði tryggð. Harpa Sjöfn, áður Harpa hf., hefur átt margra ára farsælt samstarf við Flügger og við erum sannfærð um að nýir eigendur munu efla fyrirtækið og eiga gott samstarf við viðskiptavini og starfsmenn,“ segir Helgi Magnússon. Framtíðaráform „Fram til mars á næsta ári munum við vinna að því að móta framtíðarskipulag og stefnu Hörpu Sjafnar, sem við gerum ráð fyrir að taki gildi haustið 2005. Þangað til verður starfsemin óbreytt frá því sem verið hefur,“ segir Søren P. Olesen. Áhrif á fjárhag og reikningsskil Í framtíðinni væntir Flügger þess að starfsemi Hörpu Sjafnar muni skapa tæplega 5% af heildarveltu samstæðunnar og að EBITA-hagnaður Hörpu Sjafnar verði um 10%. Reikningsár danskra fyrirtækja nær yfir tímabilið frá 1. maí til 30.apríl. Rekstur Hörpu Sjafnar á tímabilinu 1. janúar til 30. apríl 2005 mun koma inn í ársuppgjör Flügger samstæðunnar fyrir reikningsárið 2004/2005. Fréttir Innlent Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna Verið að bíða eftir strætó þegar ungmenni réðust á hann Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Sjá meira
Danir hafa snúið vörn í sókn og hafið innrás í íslenska efnahagslífið. Danski málningarframleiðandinn Flugger hefur keypt allt hlutafé í Hörpu Sjöfn, sem framvegis verður dótturfélag danska fyrirtækisins og lætur Helgi Magnússon framkvæmdastjóri af störfum. Í fréttatilkynningu vegna kaupanna segir orðrétt: „Gengið hefur verið frá kaupum danska málningarframleiðandans Flügger A/S á öllu hlutafé Hörpu Sjafnar hf. af eignarhaldsfélaginu Hörpu hf. og verður fyrirtækið þar með dótturfélag Flügger á Íslandi. Kaupin eru liður í vexti Flügger á Norðurlöndunum en fyrirtækið starfar nú þegar í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Kaupverð er ekki gefið upp en forsvarsmenn Flügger gera ráð fyrir að heildarkostnaður vegna kaupanna verði á við ársveltu Hörpu Sjafnar. Samhliða kaupunum verður sú breyting að Helgi Magnússon lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Hörpu Sjafnar en verður þess í stað stjórnarformaður félagsins. Nýr framkvæmdastjóri Hörpu Sjafnar verður Holger Søe sem hefur hingað til verið yfirmaður þeirrar deildar hjá Flügger sem hefur séð um viðskipti fyrirtækisins við Ísland, Grænland og Færeyjar. „Flügger hefur mikla trú á möguleikum Hörpu Sjafnar til vaxtar. Fyrirtækin tvö hafa haft með sér traust og náið samstarf í meira en 10 ár. Harpa Sjöfn hefur um árabil selt vörur frá okkur og notar litakerfi Flügger. Með kaupunum munum við styrkja enn frekar stöðu okkar á Norðurlöndunum sem leiðandi fyrirtækis á sviði framleiðslu og sölu á málningarvörum, jafnt til fagmanna og almennings. Við sjáum fyrir okkur góð samlegðaráhrif af kaupunum og þau eru í samræmi við markmið fyrirtækisins um að vöxt á Norðurlöndunum,“ segir Søren P. Olesen, aðstoðarforstjóri Flügger samstæðunnar. „Við lítum svo á að með kaupunum sé lagður traustur grunnur að áframhaldandi uppbyggingu Hörpu Sjafnar og að sterk staða fyrirtækisins á íslenskum málningarmarkaði verði tryggð. Harpa Sjöfn, áður Harpa hf., hefur átt margra ára farsælt samstarf við Flügger og við erum sannfærð um að nýir eigendur munu efla fyrirtækið og eiga gott samstarf við viðskiptavini og starfsmenn,“ segir Helgi Magnússon. Framtíðaráform „Fram til mars á næsta ári munum við vinna að því að móta framtíðarskipulag og stefnu Hörpu Sjafnar, sem við gerum ráð fyrir að taki gildi haustið 2005. Þangað til verður starfsemin óbreytt frá því sem verið hefur,“ segir Søren P. Olesen. Áhrif á fjárhag og reikningsskil Í framtíðinni væntir Flügger þess að starfsemi Hörpu Sjafnar muni skapa tæplega 5% af heildarveltu samstæðunnar og að EBITA-hagnaður Hörpu Sjafnar verði um 10%. Reikningsár danskra fyrirtækja nær yfir tímabilið frá 1. maí til 30.apríl. Rekstur Hörpu Sjafnar á tímabilinu 1. janúar til 30. apríl 2005 mun koma inn í ársuppgjör Flügger samstæðunnar fyrir reikningsárið 2004/2005.
Fréttir Innlent Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna Verið að bíða eftir strætó þegar ungmenni réðust á hann Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Sjá meira