Innlent

Gæsluvarðhaldið framlengt

Lögreglan í Reykjavík fer í dag fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir karlmanni sem varð Ragnari Björnssyni að bana á veitingastaðnum Ásláki í Mosfellsbæ um síðustu helgi. Þess verður krafist að maðurinn sitji í gæsluvarðhaldi að minnsta kosti sex vikur til viðbótar. Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum, sem varð konu sinni að bana á heimili þeirra í Hamraborg í Kópavogi í haust. Maðurinn hefur játað á sig verknaðinn. Gæsluvarðhaldið var farmlengt til 15. febrúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×