Innlent

Ók á hreindýr á Fljótsdalsheiði

Bíl var ekið á fjögur hreindýr þar sem þau voru uppi á veginum á Fljótsdalsheiði í gær og drápust tvö strax. Hin tvö voru svo mikið særð að lögregla þurfti að aflífa þau. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur en einhverjar skemmdir urðu á bílnum. Talið er að dýrin séu úr u.þ.b. hundrað hreindýra hjörð sem var á þessum slóðum í gær. Slæmt skyggni var þegar slysið varð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×