Viðskiptabankar vísa á skattaskjól 11. desember 2004 00:01 Mörg dæmi eru um það hér á landi að stofnuð séu fyrirtæki í erlendum skattaparadísum til að koma tekjum einstaklinga og fyrirtækja undan skatti hér á landi. Í úttekt á umfangi skattsvika, sem nefnd á vegum Alþingis gerði, kemur í ljós að íslenskir bankar hafi liðsinnt félögum og einstaklingum í viðskiptum við lönd með vafasamar skattareglur. Skúli Eggert Þórðarsson, skattrannsóknarstjóri ríkisins, sem sat í nefndinni, segir að undanskot sem þessi séu helsta áhyggjuefni skattayfirvalda um þessar mundir. Þessi þróun hófst með auknum fjármálaviðskiptum milli landa í kjölfar aukins fjármálafrelsis. Nefndin áætlar að ríki og sveitarfélög hafi tapað um þrjátíu milljörðum króna á síðasta ári vegna skattsvika. Þessi upphæð er um 1,5 til 8,5 prósent af heildartekjum hins opinbera. Undanskot þar sem fé er flutt úr landi nema um fimmtán til tuttugu prósentum af öllum skattsvikum, að mati nefndarinnar. Í skýrslunni segir að það virðist þykja sjálfsagt að fjármálaráðgjafar veiti aðstoð sem beinlínis miði að því að komast undan eðlilegri skattlagningu. Ráðgjafar og jafnvel fjármálastofnanir sérhæfi sig í að ráðleggja mönnum hvernig vista eigi fé utan seilingar skattayfirvalda. Þess séu dæmi að slík starfsemi sé auglýst. Þá segir í skýrslunni að dæmi séu um skipulegt skattamisferli þar sem stjórnendur stórfyrirtækja hafi sett á svið viðskipti í þeim tilgangi einum að komast undan skattgreiðslum. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri segir að nefndin hafi lagt fram fjölmargar tillögur til úrbóta, meðal annars að bankastofnunum verði gert skylt að gefa upplýsingar um fjármálaflutninga til skattayfirvalda. Einnig þurfi að endurskoða hvernig koma megi skattsvikamálum fyrir dómstóla en nú lýkur flestum skattabrotum í kyrrþey. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir að það hafi verið stefna stjórnvalda að opna fjármálaheiminn gagnvart útlöndum. En með því hafi hugmyndin ekki verið sú að færa mönnum nýjar leiðir til þess að koma tekjum undan skatti. "Okkar verkefni er að reyna að koma í veg fyrir þetta," segir Geir. Fréttir Innlent Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Mörg dæmi eru um það hér á landi að stofnuð séu fyrirtæki í erlendum skattaparadísum til að koma tekjum einstaklinga og fyrirtækja undan skatti hér á landi. Í úttekt á umfangi skattsvika, sem nefnd á vegum Alþingis gerði, kemur í ljós að íslenskir bankar hafi liðsinnt félögum og einstaklingum í viðskiptum við lönd með vafasamar skattareglur. Skúli Eggert Þórðarsson, skattrannsóknarstjóri ríkisins, sem sat í nefndinni, segir að undanskot sem þessi séu helsta áhyggjuefni skattayfirvalda um þessar mundir. Þessi þróun hófst með auknum fjármálaviðskiptum milli landa í kjölfar aukins fjármálafrelsis. Nefndin áætlar að ríki og sveitarfélög hafi tapað um þrjátíu milljörðum króna á síðasta ári vegna skattsvika. Þessi upphæð er um 1,5 til 8,5 prósent af heildartekjum hins opinbera. Undanskot þar sem fé er flutt úr landi nema um fimmtán til tuttugu prósentum af öllum skattsvikum, að mati nefndarinnar. Í skýrslunni segir að það virðist þykja sjálfsagt að fjármálaráðgjafar veiti aðstoð sem beinlínis miði að því að komast undan eðlilegri skattlagningu. Ráðgjafar og jafnvel fjármálastofnanir sérhæfi sig í að ráðleggja mönnum hvernig vista eigi fé utan seilingar skattayfirvalda. Þess séu dæmi að slík starfsemi sé auglýst. Þá segir í skýrslunni að dæmi séu um skipulegt skattamisferli þar sem stjórnendur stórfyrirtækja hafi sett á svið viðskipti í þeim tilgangi einum að komast undan skattgreiðslum. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri segir að nefndin hafi lagt fram fjölmargar tillögur til úrbóta, meðal annars að bankastofnunum verði gert skylt að gefa upplýsingar um fjármálaflutninga til skattayfirvalda. Einnig þurfi að endurskoða hvernig koma megi skattsvikamálum fyrir dómstóla en nú lýkur flestum skattabrotum í kyrrþey. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir að það hafi verið stefna stjórnvalda að opna fjármálaheiminn gagnvart útlöndum. En með því hafi hugmyndin ekki verið sú að færa mönnum nýjar leiðir til þess að koma tekjum undan skatti. "Okkar verkefni er að reyna að koma í veg fyrir þetta," segir Geir.
Fréttir Innlent Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“