Innlent

Þrjú skip hér á landi

Fastafloti NATO á Atlantshafi verður stóreflldur á næstu árum, og verður þá tilbúinn til átaka hvar sem er, í heiminum. Þrjú herskip úr flotanum verða til sýnis í Sundahöfn, um helgina.  Venjulega eru sex til tíu tundurspillar, freigátur og birgðaskip í fastaflota NATO á Norður-Atlantshafi, en aðeins þrjú skip komu hingað til lands. Forystuskip flotadeildarinnar er hollenska freigátan Witte de With, undir stjórn Leons Bruins, flotaforingja. Hin tvö skipin eru freigátur frá Þýskalandi og Kanada. Talsverðar breytingar hafa orðið á verkefnum fastaflotans á þeim 36 árum sem liðin eru frá því honum var komið á fót. Ekki síst urðu breytingar með falli kommúnismans og árásinni á Bandaríkin, 11. september. Fastaflotinn er nú hluti af nýstofnuðum viðbragðssveitum Atlantshafsbandalagsins, og kjarni stærri flota sem mynda má með stuttum fyrirvara. Bæði fastaflotinn og viðbótarflotinn geta verið sendir til verkefna hvert sem er í heiminum, þar sem skerst í odda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×