Innlent

Brenndist í vinnunni

Vinnuslys varð á veitingastaðnum Broadway klukkan 20.15 á föstudagskvöld. Kokkur var að flambera kjöt fyrir matargesti og kviknaði þá í honum samkvæmt lögreglunni í Reykjavík. Maðurinn var fluttur með hraði á brunadeild Landspítalans-háskólasjúkrahús. Maðurinn hlaut annars stigs bruna á hendi sem og fyrsta og annars stigs bruna á síðu og sköflungi. Manninum líður vel eftir atvikum og þarf ekki að gangast undir aðgerð að sögn vakthafandi læknis á brunadeild. Maðurinn mun þó þurfa að liggja á sjúkrahúsinu langt fram í næstu viku og jafnvel alla vikuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×