Innlent

Játuðu fíkniefnaeign

Bifreið var stöðvuð aðfaranótt laugardags í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði og Garðarbæ þar sem grunur lék á fíkniefnamisferli. Tvennt var í bifreiðinni, karl og kona, og fundust þar þrjú grömm af hvítu efni sem ætla má að sé amfetamín að sögn lögreglu. Farið var með farþega og ökumann á lögreglustöð til yfirheyrslu. Þau játuðu að vera eigendur fíkniefnisins og voru leyst úr haldi. Málið telst upplýst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×