Innlent

Trillu hjálpað nálægt Garðskaga

Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein kom 15 tonna trillu til aðstoðar í nótt. Stýri trillunnar bilaði þegar hún var sjö sjómílur norðvestur af Garðskagavita og var björgunarskipið kallað út klukkan fjögur. Ágætis veður var á þessum slóðum í nótt, hægur vindur og úrkomulaust og því lítil hætta á ferðum. Trillan var dreginn inn til Sandgerðis og komu bátarnir þangað klukkan sjö í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×