Erlent

Kostnaðurinn óeðlilegur?

Fjarskiptayfirvöld Evrópusambandsins hafa hafið rannsókn á því hvort kostnaður símtala úr farsímum á milli landa sé óeðlilega hár. Sem stendur er kerfið þannig að farsímar finna sér samband í símakerfi þess lands sem hringt er í, en eigi að síður er kostnaður símtala úr farsímum á milli landa töluvert hærri en ef hringt er innanlands. Rannsóknin mun taka sex mánuði og er talið líklegt að hún leiði til þess að sett verði þak á það mínútugjald sem rukka má fyrir símtöl úr farsímum á milli Evrópulanda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×