Innlent

Var hætt kominn þegar gólfið féll

MYND/Vísir
Bróðir húsfreyjunnar að Geiteyjarströnd í Mývatnssveit var hætt kominn þegar gólf í fjárhúsinu brast og hann féll ásamt hundrað kindum niður í metra djúpa og ískalda haug- og hlandforina í kjallaranum. Garði liggur eftir miðju gólfinu sem brast og var hann þar að gefa, þegar allt fór niður. Að sögn Láru Ingvarsdóttur húsfreyju mátti minstu muna að hann træðist undir fénu og getur hann ekki rifjað upp hvernig hann komst upp, en ljóst er að honum hefur tekist að klifra upp garðann, sem hékk í annan endan við gólfið, sem ekki var hrunið. Hann særðist og hljóp strax illt í sárin, en hjúkrunarfræðingur hreinsaði þau og bjó um. Lára og þýsk kaupakona á bænum biðu ekki boðana þegar þær sáu kindurnar berjast fyrir lífi sínu í forinni og torða hverja aðra niður, og opnuðu dyr á kjallaranum, eða þrónni. Síðan óðu þær inn og náðu að draga fjölmargar kindur út á lífi uns frekari hjálp barst. Við það brunnu þær víða af ammoníaki af þvaginu í þrónni og þurftu læknishjálp á eftir. Lára segi rað þetta hafi verið ólýsanleg og skelfileg lífsreynsla. Að björgunaraðgerðinni lokinni reyndust tuttugu kindur dauðar og en margar sárar. Hátt í tíu hafa drepist í viðbót og segist Lára mögulegt að fleiri drepist aða nauðsynlegt reynist að lóga þeim. Megninu af fénu á bænum hefur verið komið fyrir á næstu bæjum og ekki er treystandi á þann hluta gólfsins sem enn er óhaggaður í fjárhúsinu. Það er ekki nema 20 ára gamalt og byggt samkvæmt gildansi stöðlum og er nú verið að kanna hvernig þetta mátti verða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×