Innlent

Grunaðir um stuld á skartgripum

Tveir menn eru í haldi lögreglunnar í Reykjavík, meðal annars grunaðir um að hafa stolið skartgripum fyrir eina og hálfa milljón króna úr úra- og skartgripaverslun við Laugaveg í fyrrinótt. Upphaflega voru mennirnir handteknir í nótt út af öðrum málum, en það leiddi til þess að lögregla fann tösku falda utandyra. Í henni reyndist það mikið af skartgripum, að útilokað þykir með öllu, að þessir góðkunningjar lögreglunnar hafi fjárfest í þeim til jólagjafa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×