Innlent

Morgunblaðshúsið selt

Stjórn Árvakurs, sem gefur út Morgunblaðið, hefur ákveðið að selja allar eignir félagsins í Kringlunni, þar sem blaðið hefur verið til húsa í tuttugu ár og flytja alla starfssemi að Hádegismóum við Rauðavatn, þar sem ný prentsmiðja blaðsins er risin. Söluverð er rúmir tveir milljarðar og er kaupandi fasteignafélagið Klasi. Klasi byggir jafnframt nýtt hús yfir ritstjórnina við Hádegismóa. Meðal hugmynda um nýtingu eigna blaðsins í Kringlunni er að breyta þeim í blandaða byggð verslunar- skrifstofu- og íbúðarhúsnæða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×