Innlent

Góð sjósókn í desember

Alls voru 280 bátar á sjó í hádeginu í gær. Það þykir gott en deginum áður voru einungis 98 bátar á sjó samkvæmt Tilkynningaskyldu skipa. Vaktmaður segir veðrið hafa mikil áhrif á sjósókn smábáta sem útskýri helst sveiflurnar í sjósókninni. Hún sé með besta móti miðað við árstíma. Í september voru að meðaltali 260 bátar að veiðum um hádegisbilið. Flestir voru þeir 595 þann 28. september. Fyrsta desember var met mánaðaðarins slegið þegar bátarnir voru 458.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×