Innlent

Tvö áföll með skömmu millibili

Ökumaður varð fyrir tveimur áföllum með skömmu millibili á Hellisheiði eystri í gær. Fyrst hreif vindhviða bíl hans út af veginum, sem var flugháll, og rann bíllinn niður háan kant uns hann nam staðar og sakaði manninn ekki. En þegar hann var að klifra upp á veginn til að leita aðstoðar, féll hann við og slasaðist. Hann komst þó upp á veginn þar sem annar vegfarandi kom honum til hjálpar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×