Sport

Tottenham enn að skoða tilboðið

Tottenham Hotspurs er enn að skoða gagntilboð FH-inga í knattspyrnumanninn Emil Hallfreðsson. Eins og við sögðum frá í gær þá liggur á borðinu samningur Emils og Tottenham til 30 mánaða með tólf mánaða framlengingu. Félögin hafa ekki komist að samkomulagi um kaupverð en samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá ber mikið í milli. FH komst að samkomulagi við Everton um kaupverð á Emil fyrir nokkrum vikum en þá strönduðu félagsskiptin á launaliðum leikmannsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×