Sport

Julian hættur að spila með ÍA

Á heimasíðu Knattspyrnufélags ÍA kemur fram að félagið hafi komist að samkomulagi við færeyska landsliðsmanninn Julian Johnson um að hann hætti að spila með félaginu. Þar segir ennfremur: "Ástæðan er sú að Julian hefur komist að í sjúkraflutningaskóla í Danmörku og sökum aldurs er þetta síðasti möguleiki fyri hann að fara í þetta nám. Við þökkum Julian frábæra spilamennsku síðustu tvö ár og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×